Tag: biskupskjör

 • Frambjóðandi #8: Örn Bárður Jónsson

  Sr. Örn Bárður Jónsson var áttundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Erni Bárði á málþingi í Neskirkju. Hann er fullur af hugmyndum og miðlar þeim vel í ræðustólnum. Meira um biskupskjör 2012.

 • Frambjóðandi #7: Gunnar Sigurjónsson

  Sr. Gunnar Sigurjónsson var sjöundi frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Ég man ekki hvar ég tók þessa mynd af Gunnari, en fannst hún ágætlega heppnuð, líklega á prestastefnu. Eins og myndin ber með sér er Gunnar ekki bara sterkasti frambjóðandinn heldur líka sá skeggprúðasti. Meira um biskupskjör […]

 • Frambjóðandi #6: Agnes Sigurðardóttir

  Sr. Agnes Sigurðardóttir var sjötti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Agnesi á prestastefnu, líklega í Vídalínskirkju 2010. Mér þykir svolítið vænt um myndina því það er svo mikil kátína í andlitinu hennar. Meira um biskupskjör 2012.

 • Frambjóðandi #5: Þórhallur Heimisson

  Sr. Þórhallur Heimisson var fimmti frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Þórhalli á sumarnámskeiði fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju. Það var gaman að fylgjast með krökkum og prestum og æskulýðsleiðtogum sem nutu samverunnar og fræddu og fræddust um trúna og lífið. Það geislaði líka af […]

 • Frambjóðandi #4: Þórir Jökull Þorsteinsson

  Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson var fjórði frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég af Þóri Jökli og Báru Friðriksdóttur á Prestastefnu hér um árið. Þau voru bæði með svo fín höfuðföt í prósessíunni til kirkju. Meira um biskupskjör 2012.

 • Frambjóðandi #3: Sigurður Árni Þórðarson

  Dr. Sigurður Árni Þórðarson var þriðji frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessa mynd tók ég á fyrirlestri í Neskirkju sem var hluti af fyrirlestraröðinni Á nöfinni. Það var Framtíðarhópur kirkjuþings, sem Sigurður Árni leiðir, sem efndi til þessara fyrirlestra um kirkju og framtíð. Þarna er Sigurður Árni […]