Tag: biskupskjör

 • Frambjóðandi #2: Kristján Valur Ingólfsson

  Sr. Kristján Valur Ingólfsson var annar frambjóðandinn í biskupskjöri. Þessa dagana birtum við myndir af öllum frambjóðendum í biskupskjöri. Þessi mynd er tekin á vígsludegi Kristjáns Vals sem Skálholtsbiskups. Það var í mörg horn að líta og margir sem vildu hitta nývígðan vígslubiskup. Ég fylgdi honum í Skálholtsskóla þar sem hann afskrýddist og smellti svo […]

 • Eru bara allir prestar landsins í framboði?

  Sjö prestar hafa boðið sig fram í biskupskjöri. Framboðsfrestur rennur út 29. febrúar sem er eftir rúmar þrjár vikur svo fleiri gætu átt eftir að bætast við. Þó er líklegt að ef einhver hyggst gefa kost á sér verði það fyrr en síðar því kosningabaráttan er farin af stað. Frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra skrifa á […]

 • Reglunum breytt

  Starfsreglum um biskupskjör var breytt á aukakirkjuþinginu sem var haldið í dag. Í stað rafrænnar kosningar verður póstkosning eins og verið hefur. Á aukakirkjuþingi sem haldið var í dag í Grensáskirkju var starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa breytt í þá veru að taka aftur upp póstkosningar í stað rafrænna kosninga eins og var […]

 • Aukakirkjuþing um biskupskjör – bloggað í beinni

  Ég er staddur á aukakirkjuþingi í Grensáskirkju. Til þess er boðað af því að kjörstjórn við biskupskjör telur að breyta þurfi nýjum starfsreglum um biskupskjör vegna þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi og fullkomna framkvæmd ef kosningar eru rafrænar. Þingið stendur yfir í dag og tvö mál liggja fyrir því. Nú verður reynt […]

 • Biskupsefnið slegið

  Enginn verður óbarinn biskup bloggar Sigurður Árni Þórðarson og deilir sögu af því þegar biskupsefnið var slegið (í góðu þó). – Meira um biskupskjör 2012.

 • Lýðræði og lagafrumvarp

  Hvernig samrýmist frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga því markmiði að efla lýðræði innan þjóðkirkjunnar? Sigríður Guðmarsdóttir bloggar. – Meira um biskupskjör 2012.