Tag: jafnrétti


 • Trúarjátning dagsins

  Játning kvennanna: Ég trúi á Jesú sem líkti Guði við konu sem hafði tapað peningi og hreinsaði húsið allt í leit að honum. Ég trúi á Jesú sem sá í meðgöngu og fæðingu líkingu fyrir breytingu, nýja fæðingu frá sársauka til gleði. Góðan og gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.


 • Biblíublogg 9: Kvenmyndir af Guði

  Í Biblíunni eru notaðar margar líkingar til að lýsa Guði. Sumar líkingarnar tengjast konum, til dæmis þessar: Guð er eins og ljón, pardus og birna: Ég mun reynast þeim sem ljón, ligg í leyni við veginn eins og pardus, ræðst á þá eins og birna svipt húnum sínum (Hós 13.7-8) Guð er eins og móðir […]


 • Hagsmunamál, ekki hagsmunapot

  Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði: Á meðan mýtan segir að karlar eigi erfitt með að fá prestsembætti segir raunveruleikinn okkur hið gagnstæða. Ég held að það verði engin breyting hér á fyrr en fólkið í kirkjunni okkar kemst að þeirri niðurstöðu að það sé hagur kirkjunnar að hæfar konur og hæfir karlar gegni til jafns […]


 • Biblíublogg 6: Konur eiga 1,1% orðanna í Biblíunni

  Á síðasta ári kom út bók eftir Lindsay H. Freeman um konur í Biblíunni og orðin sem eru höfð eftir þeim. Þar kemur fram 93 konur tala í Biblíunni. Af þeim eru 49 nefndar með nafni. Alls eiga þessar konur 14.056 orð (út frá enskri þýðingu) sem gerir u.þ.b. 1.1 % af orðum í Biblíunni. […]


 • Alison Bechdel og Óskar frændi

  Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í gær og nú liggur fyrir hverjir fengu styttuna eftirsóttu. Á Feminist Frequency er Bechdel prófið lagt fyrir myndirnar sem voru tilnefndar sem besta kvikmynd ársins. Af þeim standast aðeins tvær prófið. Útkoman er ekkert sérstaklega góð.