Biblíublogg 25: Maríukjúklingur

Biblíumatur er bragðgóður og hollur. Í uppskriftirnar er notað hráefni sem var til á tíma Biblíunnar. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, er einn þeirra sem hefur eldað Biblíumat og sagt frá honum í ræðu og riti. Þessi uppskrift er sótt á vefinn hans. Maríukjúklingur fyrir fjóra 4 kjúklingabringur 4-6 hvítlauksgeirar 1 tsk kúmmín 1,5 […]

Þar sem krækiberjasafi og hunang mætast

Í matreiðslubókinni Orð, krydd og krásir er uppskrift að eftirréttarkúlum sem eru gerðar úr möndlum og pistasíuhnetum og rúsínum sem eru hnýttar saman með hunangi og krækiberjasafa og kryddaðar með stjörnuanís. Við gerðum fyrsta skammtinn í gær og gæddum okkur á honum. Myndin hér að ofan sýnir bindiefnin tvö.