Biblíublogg 26: Biblían er á toppi vinsældarlistans

Í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna trónir lagið Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá með Jónasi Sigurðssyni og ritvélum framtíðarinnar. Lagið var frumflutt í mótmælum á Austurvelli í nóvember og gefið út á þessu ári. Í textanum er vísað í tollheimtumenn (sbr. Matt 9.10), sannleikann (sbr. Jóh 18.38), aldingarðinn Eden (sbr. 1Mós 2-3), gullkálfinn […]

Biblíublogg 5: Biblían frá upphafi til enda … í popplögum

Það má fara ýmsar leiðir til að fjalla um Biblíuna. Ein er sú að horfa til dægurmenningarinnar. Á YouTube fundum við þessa tilraun til að fanga kjarnann í Biblíunni með því að tengja þemu og sögur við þekkt popplög. Hvaða tenging finnst þér best heppnuð í myndbandinu?

Biblíublogg 3: Bent nálgast Biblíuna

Í morgun hófst útvarpsþátturinn Virkir morgnar á laginu Bent nálgast með XXX Rottweiler hundar. Texti lagsins er dæmi um það hvernig flétta má Biblíustef inn í dægurlög. Þarna er m.a. vísað í sköpunarsöguna (1Mós 1.1–2.4) , engisprettuplágu (2Mós 10.1–20) og nafn Guðs kemur fyrir (2Mós 3). Í viðlaginu er þetta sett í samhengi þess heimurinn […]

Tónlistin sem brú þess einhverfa

Frásagnir Biblíunnar af græðandi mætti tónlistarinnar kallast á við reynslu af því hvernig tónlist nýtist í lækningarskyni. Margt bendir til þess að tónlist hafi góð áhrif á líðan sjúklinga vegna þess að hún róar hugann og leysir upp streitu. Rétti tónninn og tíðnin getur líka hitt mannslíkamann fyrir með ótrúlegum árangri. Rannsóknir á því hvernig […]