Tuttugasti og annar er vatnsdagur

Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þá er gott að rifja upp grundvallaratriði eins og þetta: Kirkjan stendur föstum fótum í grundvallarskilningi sínum á því að vatnið sem grunnefni lífs og Guðs gjöf til allra, eigi aldrei að lúta markaðslögmálum eða gróðasjónarmiðum sem koma niður á almannahagsmunum. Hún leitar í sína eigin hefð að myndmáli […]

Gleðidagur 35: Barbara og vatnið

Barbara Rossing er prófessor við Lutheran School of Theology í Chicago. Við þekkjum hana af vettvangi Lútherska heimssambandsins. Í dag leiddi hún Biblíulestur á vefráðstefnu Lh um umhverfismál og réttlæti. Hún ræddi um vatnið í Biblíunni. Á þrítugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir vatnið og fyrir lífið.