Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Blýantsnagarar eru líka fólk

Kanji Watanabe hefur verið borgarstarfsmaður og blýantsnagari allt sitt líf. Hann og eyðir dögunum á skrifstofunni sinni ásamt samstarfsfólki sínu, en gerir aldrei neitt. Þegar hann greinist með ólæknandi krabbamein fyllist hann þörf til að finna tilgang með lífinu.

Japanska kvikmyndin Ikiru (Akira Kurosawa: 1952) er saga Kanji. Þetta er magnað meistaraverk frá uppáhaldsleikstjóra sem fjallar um stóru spurningarnar um tilganginn í lífinu, um kulnun og mennsku og kærleika. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís að kvöldi þriðjudagsins 5. apríl. Á undan sýningunni verður flutt stutt innlýsing og að henni lokinni verða almennar umræður sem Toshiki Toma ætlar að leiða okkur inn í.

Verið velkomin.

Skildu eftir svar