Nýárskveðja

Áramótaþáttur Hljómskálans var frábær. Þremenningarnir Bragi Valdimar, Guðmundur Kristinn og Sigtryggur fá hrós fyrir sitt framlag til besta sjónvarpsþáttar ársins 2011. Við væntum mikils af þeim á nýju ári.

Með Nýársmorgni Braga Valdimars, sem Sigurður Guðmundsson syngur, sendum við öllum lesendum þessa bloggs allra bestu nýárskveðjur með þökk fyrir allt gamalt og gott. Guð blessi ykkur nýja árið og gefi góða daga.

2012 verður frábært ár.

Skildu eftir svar