Samherjar

„Maður talar ekki illa um þá sem keppa um sama sæti í prófkjöri, því á endanum erum við samherjar. Stefnum að sama marki.“

Eitthvað á þessa leið var boðskapur mannsins sem hringdi til að tala um sinn frambjóðanda og kalla eftir stuðningi við hann.

Hann hafði skýra sýn: Við keppum að sama marki. Við viljum öll það sama.

Ég kann að meta svona frambjóðendur.

Ég kann að meta frambjóðendur sem sjá heildarmyndina, stilla sér ekki upp gagnvart öðrum sem andstæðingar eða óvinir væru, hafa skýra sýn á valddreifingu, vilja hlusta og vera sanngjarnir.

Þannig frambjóðendur er ég til í að styðja.

Því þannig pólitík vil ég sjá.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.