Gerpla og glímukappar

Gerpla er á dagskrá kvöldsins. Í undirbúningsskyni renndi ég yfir ítarlega grein um verkið eftir Gunnþór Þ. Ingason. Hún ber yfirskriftina Garpar og glímumenn. Hann segir þar meðal annars:

Strandhögg og hervirki svokallaðra útrásarvíkinga, voru ekki jafn drengileg enda liggja margir sárir eftir. Af mistökum má læra og gæta þess að nýta með heiðarlegum glímutökum framsækni og drifkraft til farsældar og friðar.

Slík glímutök væri vert að útbreiða sem víðast. Halldór Kiljan Laxness hefði tekið undir það. Það gera Baltasar Kormákur og Ólafur Egill svo sem fram kemur í ágætri leikgerð þeirra af Gerplu. Hún nær því marki að setja á svið máttuga sögu, sem er grátbrosleg ádeila á hillingar, hernað og vígaferli. Þeir eiga heiður skilið að leggja í það vandasama verk. Fyrir það fær leikverkið fjórðu stjörnuna.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.