Fyrirgefningin og efnahagshrunið

Það er hefur mikið verið rætt um fyrirgefningu og iðrun og efnahagshrunið upp á síðkastið. Þrír áhugaverðir pistlar um þetta efni hafa birst upp á síðkastið:

Svavar Alfreð Jónsson skrifar:

Iðrun er stórkostlegt fyrirbæri. Þeir hugrökku iðrast. Þeir hugrökku þora að hugsa málið upp á nýtt. Endurmeta það. Sjá það frá öðru sjónarhorni.

Iðrun er dáð. Iðrun er að brjótast út úr vananum. Segja skilið við það hefðbundna. Iðrun er að átta sig á að hlut- irnir þurfa ekkert endilega að vera eins og þeir hafa alltaf verið. — Iðrun

Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar:

Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt hinn aðilann ofbeldi. Að losna undan valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn viðurkennir hvorki verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt ættum við, með stuðningi Nýja testamentisins, að sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær, er hún ekki alltaf svarið. — Fyrirgefningin – er ekki alltaf svarið

Og Hjalti Hugason skrifar:

Orðið fyrirgefning hefur vissulega oft borið á góma í tengslum við það uppgjör og uppbyggingu sem framundan er. Sumir hafa beðist fyrirgefningar. Er það nóg? Kemur það á nýrri samfélagsskipan, nýju Íslandi? […]

Er hér enn talað af valdastóli eða hefur sá sem hér talar afklæðst valdinu? Eru þetta orð hins veika eða hins sterka gagnvart félagslegum og fjárhagslegum veruleika á Íslandi eftir Hrun. Hvort eru þau sem líða að ósekju fyrir afleiðingar Hrunsins í stöðu hins veika eða sterka gagnvart slíku ávarpi? Á því veltur hvort þessi fyrirgefningarbeiðni og aðrar líkar eru spor fram á við — í átt til nýja Íslands — eða aftur á bak til hins gamla. — Fyrirgefning eftir Hrun — leið til uppbyggingar?

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.