Gulrætur og svínaspik

Frakkar eru hugkvæmir þegar grænmeti er annars vegar. Auk þess eru þeir öfundsverðri af úrvalinu sem stendur þeim til boða. Hefur það eitthvað með ESB að gera? Látum svarið við því hanga í loftinu.

Hér er hins vegar uppskrift af ljúffengum rétti sem er góður einn sér ellegar með steiktu kjöti, en lang bestur þegar hans er notið í góðum félagsskap.

Carottes au lard – Gulrætur með svínaspiki (handa 4)*

  • 1/2 kg nýjar gulrætur
  • 10-12 sjalottlaukar eða nýir laukar
  • um 200 g mögur svínasíða án pöru (má nota beikon af því að á Íslandi fæst voða lítið af lekkerum kjötvörum)
  • 3 msk smjör, salt, pipar
  • 2-3 dl kjötsoð, steinselja

Svo gerist þetta svona:

  1. Skolið og skafið gulræturnar og skerið í bita (ekkert alltof stóra, ekkert alltof smáa). Hreinsið laukana og skerið í smáa bita.
  2. Skerið spikið í smábita og steikið í 1 msk af smjöri. Bætið í gulrótum og lauk og látið krauma með smástund. Saltið og piprið.
  3. Bætið í kjötsoði og sjóðið með lokið að hálfu yfir pottinum þar til gulræturnar eru orðnar meyrar og lítið er eftir að vökva. Stráið steinselju yfir.

Við bárum þetta fram  með nýbökuðum  bagettum, það féll í góðan jarðveg hjá börnum og fullorðnum.

* Byggt á bókinni Franskur Sveitamatur sem AB gaf út í Reykjavík 1987 og geymir margar afbragðs uppskriftir.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.