Krútt í reykvískum Bakgarði

FM Belfast í kvikmyndinni Backyard

Í gærkvöldi sáum við tónlistarmyndina Backyard frumsýnd í Bíó Paradís. Myndin er höfundarverk þeirra Árna Sveinssonar og Árna Rúnars Hlöðverssonar. Hún fjallar um tónlistarsenuna á Íslandi og segir menningarnætursögu í bakgarði við Frakkastíg þar sem nokkur af mest spennandi böndum landsins komu saman einn dag til að spila tónlist fyrir gesti og gangandi.

Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Borko, Sin Fang Bous, Hjaltalín, Reykjavík!, Múm, Retro Stefson og FM Belfast, en Árni Rúnar er einmitt meðlimur í síðastnefndu hljómsveitinni.

Backyard er opnunarmynd bíótektsins Bíó Paradísar. Það var rífandi stemning í salnum, áhorfendur klöppuðu þegar hljómsveitirnar höfðu flutt lögin sín, og skemmtu sér svo prýðilega að mynd lokinni. Okkur fannst þetta skemmtileg innsýn í tónlistarsenuna á Íslandi. Davíð Þór kallaði myndina „Krútt í Reykjavík“ á fésinu. Við erum sammála og hlökkum til að heyra meira.

Takk krútt!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.