Krútt í reykvískum Bakgarði

FM Belfast í kvikmyndinni Backyard

Í gærkvöldi sáum við tónlistarmyndina Backyard frumsýnd í Bíó Paradís. Myndin er höfundarverk þeirra Árna Sveinssonar og Árna Rúnars Hlöðverssonar. Hún fjallar um tónlistarsenuna á Íslandi og segir menningarnætursögu í bakgarði við Frakkastíg þar sem nokkur af mest spennandi böndum landsins komu saman einn dag til að spila tónlist fyrir gesti og gangandi.

Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Borko, Sin Fang Bous, Hjaltalín, Reykjavík!, Múm, Retro Stefson og FM Belfast, en Árni Rúnar er einmitt meðlimur í síðastnefndu hljómsveitinni.

Backyard er opnunarmynd bíótektsins Bíó Paradísar. Það var rífandi stemning í salnum, áhorfendur klöppuðu þegar hljómsveitirnar höfðu flutt lögin sín, og skemmtu sér svo prýðilega að mynd lokinni. Okkur fannst þetta skemmtileg innsýn í tónlistarsenuna á Íslandi. Davíð Þór kallaði myndina „Krútt í Reykjavík“ á fésinu. Við erum sammála og hlökkum til að heyra meira.

Takk krútt!

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.