Skjaldborg reist um heimilin: Lendi þau í vandræðum látum við þau fá meira, segir ríkisstjórnin

Þessa frétt lásum við ekki í dag:

Ríkisstjórnin mun gera allt til þess að sjá til að heimilin verði ekki fyrir skakkaföllum. Falli gengisdómar heimilunum í óhag mun ríkið láta þau fá meiri pening, segja stjórnvöld í yfirlýsingu til þjóðarinnar í dag.

Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar sem var birt í dag segja stjórnvöld að hveitibrauðsdögum bankanna á Íslandi eftir Hrun sé lokið. Aukinnar þátttöku bankanna í niðurgreiðslu skulda sé vænst, frystingu skulda sé ekki lokið og engin nauðungaruppboð séu framundan.

Á sama tíma segjast stjórnvöld ætla að slá skjaldborg um heimilin. Í kaflanum um mögulega dóma í tengslum við gengislán segir að ef í ljós komi að allt fari á versta veg fyrir heimilin, að þau ráði ekki við stöðuna, þá muni ríkissjóður bjarga fjárhag þeirra með því að veita fé til þeirra.

Endurfjármögnunin mun kosta ríkissjóð, fjármagnseigendur og erlenda lánardrottna bankanna verulegar fjárhæðir en það er nokkuð sem þeir sem bera ábyrgð á Hruninu verða að axla til að tryggja stöðugleika í landinu og uppbyggingu.

Segir ríkisstjórn Íslands að tillaga um slíkt verði lögð fyrir Alþingi fyrir í október. Þar fái ríkisstjórnin heimild til að setja meira fé í heimilin og heimila Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að endurfjármagna þau heimili sem Hrunið hefur komið illa við.

Þess í stað mátti lesa þetta: Skjaldborg reist um bankana: Lendi bankar í vandræðum látum við þá fá meira, segir ríkisstjórnin.

Sussubía.

Við þurfum fleiri fréttir af afgerandi aðgerðum í þágu heimila og fjölskyldna í landinu.

Við þurfum skýrari skilaboð um samstöðu með fólki.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.