Þú ert með fallegt hjarta

Magga Pála er vonarberi dagsins. Hún  minnir okkur á að það er eitthvað gott í lífinu þrátt fyrir allt sem gerist inn á milli.

Við hittum hana í einum Hjallastefnuskólanum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan vegg sem var skreyttur með teikningum og yrðingum barnanna. Á einu blaðinu stendur: „Þú ert með fallegt hjarta“ og svo hefur verið teiknað fallegt hjarta við hliðina. Skólinn var reyndar fullur af svona hrósmiðum.

Það vekur von.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.