Kynþáttafordómar leynast víða

Við tókum viðtal við Toshiki Toma, prest innflytjenda, að loknu málþinginu Kynþáttafordómar: Hvar erum við stödd? Hann segir meðal annars að ekki séu allir kynþáttafordómar sýnilegir eða uppi á borðinu. Toshiki bætir við að duldir fordómar komi meðal annars fram í því hvernig opinbera kerfið veitir útlendingum ekki sömu þjónustu og Íslendingum. Þetta er oft vandséð vegna þess að útlendingar hafa ekki alltaf sterka málsvara hér á landi.

Toshiki brýnir líka að við þurfum að vera vakandi fyrir því hvað börnin okkar skoða á netinu því rasistahópar nota netið grimmt til að ná til ungs fólks með sinn vonda boðskap. Eineltismál sem snerta börn og alla fjölskylduna tengjast oft því sem er að finna á netinu, því þarf að vera vakandi og gagnrýnin á efnið þar.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.