Blýantsnagarar eru líka fólk

Kanji Watanabe hefur verið borgarstarfsmaður og blýantsnagari allt sitt líf. Hann og eyðir dögunum á skrifstofunni sinni ásamt samstarfsfólki sínu, en gerir aldrei neitt. Þegar hann greinist með ólæknandi krabbamein fyllist hann þörf til að finna tilgang með lífinu.

Japanska kvikmyndin Ikiru (Akira Kurosawa: 1952) er saga Kanji. Þetta er magnað meistaraverk frá uppáhaldsleikstjóra sem fjallar um stóru spurningarnar um tilganginn í lífinu, um kulnun og mennsku og kærleika. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís að kvöldi þriðjudagsins 5. apríl. Á undan sýningunni verður flutt stutt innlýsing og að henni lokinni verða almennar umræður sem Toshiki Toma ætlar að leiða okkur inn í.

Verið velkomin.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.