Hver er kreppta konan?

Sigrún, Kristín Þórunn, Guðrún

Í útvarpsmessu á kvenréttindadegi prédikuðu þrjár prestsvígðar konur saman út frá guðspjallinu um krepptu konuna:

Guðrún Karlsdóttir: Konan hefur ekki hugsað sér að bera skömmina lengur. Hún vill skila henni aftur til ofbeldismannsins jafnvel þó að það þýði að hún verði að berjast gegn valdamiklum mönnum í áratugi. Hún er hætt að líta í eigin barm í leit sinni að ástæðu ofbeldisins.

Sigrún Óskarsdóttir: Þarna er það samstaða kvennanna sem er lykilatriði. Þær gefast ekki upp. Þær vilja ekki vera krepptar heldur legga mikið á sig til þess að rétta sig sjálfar við og rétta um leið við systur sínar í landinu.

Kristín Þórunn Tómasdóttir: Það er afkreppandi þegar okkur er mætt sem manneskju sem er mikils virði. Það er afkreppandi þegar við erum virt fyrir það sem við erum, fyrir það hvernig okkur líður, ekki hvort við erum í valdastöðu eða eigum réttu vinina.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.