Grænfánadagur

Grænfáninn var dreginn að húni á Steinahlíð við hátíðlega athöfn í dag. Foreldrum var boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Við hittum fulltrúa Landverndar sem afhenti Steinahlíðarkrökkum og -fóstrum Grænfánann í fjórða sinn. Krakkarnir sungu og fáninn var dreginn að húni og svo gæddum við okkur á dýrindis veitingum og fylltumst stolti yfir flottu krökkunum okkar og þakklæti fyrir frábæra starfsfólkið á leikskólanum.

Grænfánadagur
Grænfánadagur
Grænfánadagur

Grænfáninn minnir okkur á hvað það er mikilvægt að hugsa um umhverfið okkar og náttúruna. Grænfánauppeldi er uppeldi til meðvitundar um að lífið á jörðinni okkar er viðkvæmt og þarf á alúð, umhyggju og virðingu að halda. Hluti af því er að átta sig á mikilvægi þess að flokka og endurnýta rusl og afganga. Það vita krakkarnir á Steinahlíð og eru óspör að minna á það þegar heim er komið.

Fáninn er afhentur til tveggja ára í senn og í hvert sinn fylgir loforð um tiltekin markmið í umhverfismálum. Að þessu sinni á að leggja áherslu á líffræðilega fjölbreytni. Við veltum svolítið fyrir okkur hvað líffræðileg fjölbreytni þýðir í samhengi leikskólans. Ætli við fáum að sjá hvolpa og kettlinga tekna inn í bland við ný leikskólabörn í haust?

Myndirnar eru líka á flickr og á Google+.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.