Bankarnir og boðorðin

Í Svarthöfðabloggi dagsins er bankakerfið borið saman við kirkjuna á fyrri öldum:

Eitt sinn borguðum við tíund til kirkjunnar, eða tíu prósent af öllu. Nú borgum við tuttugu prósent af öllu í vexti til bankanna. Þau tíðindi eru orðin að bankarnir eru kirkja nútímans og trúarbrögðin eru neysluhyggja.

Að mati Svarthöfða er bankinn ekki bara kirkja heldur líka Guð. Það kemur fram í tíu boðorðum bankans:

Bankinn er Guð nútímans. Hér eru boðorð hans:

1. Ég er lánadrottinninn sem fjármagnaði húsnæðið þitt. Þú skalt ekki aðra banka hafa. Hafir þú ekki nógu marga þjónustuþætti innan bankans þíns borgarðu hærri vexti.

Þetta er áhugavert dæmi um áhrifasögu Gamla testamentisins. Um leið kviknar spurningin hvort Svarthöfði sé að ýja að því að bankakerfið sé fimmta valdið í samfélaginu.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.