Jólamynd #3: Hvít jól

Jólamyndin Hvít jól  kallast á við uppáhaldsþátt unga fólksins: Dans dans dans. Hún fjallar um félagana Bob Wallace og Phil Davis sem kynnast systrunum Betty og Judy Haynes. Saman dvelja þau á litlu sveitahóteli í Vermont þar sem þau ætla að koma fram, syngja og dansa.

Ferðamannabransinn gengur ekki vel þessi jólin. Þegar Bob og Phil komast að því að eigandi hótelsins er leiðtogi þeirra úr hernum, Waverly hershöfðingi, ákveða þeir að leggja sitt af mörkum til að bjarga honum og hótelinu.

Þetta er falleg mynd, full af skemmtilegum söngvum eins og titillaginu sem allir þekkja. Aðalleikarnir fjórir eru líka liðtækir dansarar. Hvít jól minnir á að jólin eru tími ástar og umhyggju og að þau eru tíminn þegar við látum gott af okkur leiða. Hún er ómissandi innlegg í jólamyndaáhorfið á aðventunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.