Kaffið í Köben

Kaffismiðja Íslands er uppáhaldskaffihús og þar fæst besta kaffi á Íslandi að okkar mati. Kaffismiðirnir sem þar starfa undir forystu Sonju Bjarkar og Ingibjargar Jónu eru líka hjálpsamir og þegar við erum á leið til útlanda er gott að spyrja hvar besta kaffið fáist. Þegar við vorum á leið til Kaupmannahafnar í síðustu viku var að sjálfsögðu leitað til þeirra.

The Coffee Collective

The Coffee Collective

The Coffee Collective

Sonja mælti  meðal annars með The Coffee Collective sem reka kaffihús á yfirbyggða markaðinum Torvehallene við Ísraelstorg. Þar fengum við besta kaffið í þessari ferð. Raunar má mæla með því að ferðalangar geri sér ferð í Torvehallene. Þar fæst ekki bara besta kaffið í borginni heldur líka dásamlegar bollakökur, gott smörrebröd og sitthvað fleira á skemmtilegum markaði.

Ef þú ert ekki á leið til Köben þá er auðvitað tilvalið að skella sér á Kaffismiðjuna. Kaffið þar er ekki síðra en í Köben.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.