Föstudagur #3: Hvernig væri að fasta jákvætt?

Margir sjá föstuna fyrir sér sem tímann þegar við neitum okkur um eitthvað og jafnvel sem tíma skortsins. Við getum líka hugsað um hana á jákvæðum nótum og sem tíma þegar við gefum eitthvað jákvætt til samfélagsins okkar.

Nick Baines, Bradfordbiskup, bloggaði um þetta í vikunni og sagði frá miðborgarprestinum Chris sem ætlar að fasta jákvætt með því að 1) styðja fyrirtækin í Bradford og kaupa lókal, 2) bregðast alltaf við þegar einhver talar illa um borgina þeirra, 3) gera eitthvað upbyggilegt fyrir nærsamfélagið sitt, t.d. taka til á götunum, 4) njóta menningar- og trúarlífsins í borginni og borða mat sem er framleiddur þar og 5) gefa peninga til góðgerðarsamtaka sem starfa í og fyrir íbúana í Bradford.

Þetta er áhugaverð útfærsla á föstunni. Við erum þegar farin að velta fyrir okkur hvernig má sjá þetta fyrir sér í 104 Reykjavík þar sem við búum.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.