Gleðidagur 28: Grösin í garðinum

Nykurrós frú Richmond

Á tuttugasta og áttunda gleðidegi var komið við í Grasagarðinum í Reykjavík. Þar var meðal annars þessi Nykurrós sem gladdi augun. Í dag viljum við þakka fyrir blómin og það sem blómstrar.

Við erum líka þakklát og glöð yfir þeim frábæra unaðsreit sem Laugardalurinn er. Þar skapast rými fyrir fjölskyldur og einstaklinga af öllum stærðum og gerðum til að eiga góðar stundir og njóta lífsins. Það er t.d. sérlega vel til fundið að setjast niður í Café Flóru eftir göngutúr í Grasagarðinum og Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Falleg og vinaleg kaffihús eru dýrmætir reitir og draga fram gæði borgarlífsins. Þau þurfa að vera út um allan bæ – ekki bara í 101.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.