Huggun er manni mönnum að – annar Passíusálmur

Hallgrímur vissi hið fornkveðna að það er ekki gott að vera einn þegar erfiðleikar steðja að. Í trúarlegu samhengi eru erfiðleikar í formi freistinga – t.d. að missa sjónar af fordæmi Krists sem gengur möglunarlaust inn í þjáningu og dauða. Þegar slíkar freistingar láta á sér kræla, er selskapur guðhræddra það sem Hallgrímur mælir með.

Í samtímanum þekkjum við þessa hugsun vel í tólfspora vinnu eins og AA samtökunum. Þegar þú þarft á því að halda, eru félagar alltaf til staðar til að hlusta og veita nærveru. Þegar áföll dynja yfir og erfiðleikar í lífinu er nærvera og stuðningur annarra stórkostlegur verndarþáttur og geta hreinlega bjargað lífi.

Freisting þung ef þig fellur á,
forðastu einn að vera þá.
Guðhræddra selskap girnstu mest,
gefa þeir jafnan ráðin best.
Huggun er manni mönnum að.
Miskunn guðs hefur svo tilskikkað. (2. Passíusálmur vers 10)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.