Einelti og andhetja

Lucy og Gru hittast í Aulinn Ég 2
Lucy og Gru hittast í Aulinn Ég 2

Ég sá Aulinn ég 2 með börnunum í gær. Við kíktum í Sambíóin í Egilshöll og skemmtum okkur alveg konunglega. Til undirbúnings höfum við öll horft nokkrum sinnum á fyrstu myndina um Gru og félaga. Í þeirri mynd ættleiðir hann þrjár stúlkur, Margo, Edit og Agötu.

Gru er, eins og flestir þekkja, algjört varmenni í fyrstu myndinni og þegar hann tekur stelpurnar að sér er ekki af umhyggju fyrir þeim heldur til að hjálpa sér að fremja glæp. En eins og í fleiri myndum þá hafa börnin áhrif á aðalsöguhetjuna.

Í upphafi annarrar myndarinnar er Gru ekki lengur aðalþrjóturinn heldur ábyrgur fjölskyldufaðir sem hefur snúið sér af glæpabraut og vill nú búa til og selja sultur. Myndin bregður skýrara ljósi á það hvers vegna Gru varð biturt og neikvætt varmenni: hann mátti þola einelti í barnaskóla. Við vitum líka að móðir hans beitti hann ofbeldi.

Ofbeldi á líkama og sál elur af sér ofbeldi. Úr því verður vítahringur sem börnin rjúfa.

Aulinn ég 2 er skemmtileg og góð kvikmynd sem vekur spurningar um samband og tengsl og möguleika okkar til að breytast til góðs. Ég mæli með henni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.