
Við fórum á jólatónleikana Eitthvað fallegt með Svavari Knúti, Kristjönu og Ragnheiði í vikunni. Þetta var dásamlegt kvöld með fallegu lögunum af samnefndri jólaplötu. Þau flétta saman klassísk og frumsamin jólalög, útsetningar eru lágstemmdar og mínimalískar og hæfa vel á aðventu. Þarna er engu ofaukið og ekkert skortir. Við skemmtum okkur konunglega og það gerði Heiðbjört Anna líka.
Skildu eftir svar