Tími kærleikans

Árni Svanur Daníelsson
Árni Svanur við Daginn í dag gluggann í Kirkuhúsinu. Hafdís horfir á. Mynd: Gunnar V. Andrésson
Ég fékk skemmtilegt símtal um daginn frá blaðakonu á Fréttablaðinu sem vildi forvitnast um jóladagatal kirkjunnar.

Við ræddum saman í svolitla stund og svo fékk ég heimsókn frá Gunnari ljósmyndara sem tók mynd af mér með Hafdísarglugga í baksýn. Viðtalið birtist svo í Fréttablaðinu um helgina og á Vísi.is í gær:

Jóladagatal kirkjunnar er ekki eins og súkkulaðidagatal sem klárast því hægt er að opna gluggana aftur og aftur og upplifa hlýju og kærleika á ný,“ segir Árni Svanur Daníelsson, vefprestur þjóðkirkjunnar, um heillandi dagatal kirkjunnar sem lætur engan ósnortinn.

„Síðast bjuggum við til jóladagatal fyrir þremur árum þegar þjóðin var í sárum vegna efnahagshrunsins. Þá var þemað von því okkur þótti mikið skorta á vonina hjá landsmönnum,“ útskýrir Árni Svanur.

Kíkið endilega á jólavefinn á Vísi.is. Þar er margt skemmtilegt.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.