
Ég heimsótti Egilsstaði fyrr í mánuðinum og hitti þar presta, fermingarbörn og foreldra og flutti erindi um bíóið og Biblíuna. Þessi mynd var tekin stuttu áður en fyrirlesturinn hófst, þegar við vorum búin að stilla öllu upp. Kirkjuveggurinn og hvíta tjaldið runnu saman og krossinn yfir altarinu rammaði myndflötinn inn.
Skildu eftir svar