Gleðidagur 4: Hamingjudansinn

Happy með Pharrel Williams er uppáhaldslag og hamingjudansinn er líka í uppáhaldi. Fjölmargir hafa tekið það upp hjá sér að dansa hann og gera myndband. Þetta er uppáhaldsmyndbandið okkar.

Hér dansa krakkar með Downs og minna okkur á að hamingjan er allra en ekki bara þeirra sem samfélagið eða læknavísindin skilgreina sem „normal“. Boðskapur páskanna gengur einmitt út á þetta: upprisan er allra en ekki bara sumra.

Það er boðskapurinn á fjórða gleðidegi.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.