Gleðidagur 4: Hamingjudansinn

Happy með Pharrel Williams er uppáhaldslag og hamingjudansinn er líka í uppáhaldi. Fjölmargir hafa tekið það upp hjá sér að dansa hann og gera myndband. Þetta er uppáhaldsmyndbandið okkar.

Hér dansa krakkar með Downs og minna okkur á að hamingjan er allra en ekki bara þeirra sem samfélagið eða læknavísindin skilgreina sem „normal“. Boðskapur páskanna gengur einmitt út á þetta: upprisan er allra en ekki bara sumra.

Það er boðskapurinn á fjórða gleðidegi.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.