Gleðidagur 45: Límonaði

Sumardrykkir

Lóan er vorboði. Það eru líka litríkir drykkir eins og þeir sem myndin hér að ofan sýnir. Rótarinn og Eplasólin, Mússí og Smússí bera með sér fyrirheiti um svala á heitum vor- og sumardögum. Enn betra er svo að blanda sitt eigið límonaði. Það má til dæmis gera með því að blanda saman þremur sítrónum, 100-150 gr. af sykri (eftir smekk) og einum lítra af vatni. Þvoðu sítrónurnar og settu þær ásamt sykri og hálfum lítra af vatni í blandara. Sigtaðu svo í skál eða könnu og pressaðu safann í gegnum sigtið. Blandaðu því sem eftir er af vatninu og berðu fram vel kælt, gjarnan með ísmolum.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.