Gleðidagur 46: Sumarblómin blómstra

Sumarblómunum plantað

Eitt af skemmtilegu snemmsumarverkunum er að fegra nærumhverfið okkar með  sumarblómum. Sumarblóm koma í óteljandi gerðum og myndum og henta öllum íbúðargerðum.  Sumarblómin henta jafnt í stórum görðum í kringum einbýlishús og á svalir í fjölbýlishúsum. Við látum nægja að stinga niður nokkrum blómum í þartilgerð ker sem standa við útidyrnar okkar. Þegar blómin opna sig í sólskininu, gleðja þau með litafegurð og angan, og fríska sannarlega upp á grátt húsið og gráa stéttina.

Í sumar völdum við hvítt nálarauga og sólboða, sem blómstrar stórum fjólubláum blómum. Á fertugasta og sjötta gleðidegi þökkum við fyrir sumarblómin sem gleðja með ilm og fegurð á meðan þau lifa sumarlangt.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.