Elstu félagsgjöldin

Í setningarræðu á kirkjuþingi í síðustu viku sagði Magnús E. Kristjánsson að sóknargjöldin væru elstu félagsgjöld á Íslandi. Hann áréttaði þetta í viðtali við Morgunblaðið og sagði jafnframt frá því að ýmsir hefðu gert ágreining um þetta efni og vildu frekar líta á sóknargjöld sem framlag ríkisins til trúfélaga.

Morgunblaðið fylgdi málinu eftir með fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins sem vísaði á innanríkisráðuneytið. Í dag greinir blaðið frá því að ráðuneytið líti svo á að sóknargjöld séu félagsgjöld og að „eng­in sér­stök and­mæli hafa verið við því“. Blaðið á þakkir skildar fyrir að fylgja málinu svona eftir.

Þar með má öllum vera ljóst að fulltrúar stærsta trúfélags á Íslandi og fulltrúar innanríkisráðuneytisins sem fer með málefni trúfélaga hafa sama skilning á sóknargjöldunum. Það greiðir vonandi úr í viðræðum um niðurskurð á sóknargjöldum þegar fram líða stundir.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.