Aðventuáskorun

Jóhanna æskulýðsfulltrúi í Langholtskirkju hitti krakka úr Langholtskirkju á dögunum. Hún skoraði á þau og það er ástæða til að taka undir þessa áskorun:

Þannig að nú ætla ég að koma með smá aðventu-áskor­un. Hvað segið þið um að við sam­ein­ust öll um að gera eitt góðverk heima fyr­ir áður en við för­um að sofa í kvöld? Það þarf ekki að vera risa­stórt eða taka lang­an tíma, það get­ur verið til dæm­is að fara úr með ruslið, ganga frá eft­ir kvöld­mat­inn eða gefa gamla fólk­inu óvænt gott faðmlag og koss á kinn.