Tag: aðventa2014


 • Bæn fermingarbarnanna í Laugarneskirkju

  Viltu vera með samfélaginu okkar yfir jólin. Viltu styðja okkur í því að gera Ísland að kærleiksríku heimili fyrir alla sem þar eiga heima.  Amen. Á aðventukvöldinu í Laugarneskirkju voru fermingarbörnin í einu af aðalhlutverkunum. Þau gengu inn í kirkjuna með kertaljós, klædd í hvíta kyrtla, sungu. Nokkur þeirra stigu líka fram og báðu fyrir hönd safnaðarins. […]


 • Aðventuáskorun

  Jóhanna æskulýðsfulltrúi í Langholtskirkju hitti krakka úr Langholtskirkju á dögunum. Hún skoraði á þau og það er ástæða til að taka undir þessa áskorun: Þannig að nú ætla ég að koma með smá aðventu-áskor­un. Hvað segið þið um að við sam­ein­ust öll um að gera eitt góðverk heima fyr­ir áður en við för­um að sofa […]


 • Skólinn, kirkjan og aðventan – nokkrar vísanir

  Á þessari aðventu hefur verið mikið rætt um vettvangsferðir skólanna í landinu í kirkjurnar. Okkur langar að safna saman vísunum á efni sem hefur verið skrifað á einn stað, til að auðvelda yfirsýn og hjálpa okkur að skilja rökin sem eru notuð. Það mun því bætast við færsluna eftir því sem á líður. Pistlar Boðun, pólitík […]


 • Hjólin og jólin

  Hurðarkransinn í ár er öðruvísi og endurspeglar breyttan lífsstíl fjölskyldunnar. Innblásturinn er sóttur til vina á Facebook sem deildu skemmtilegri mynd. Kristín föndraði og við njótum öll.


 • Jólastjarnan boðar sátt

  Eitt af uppáhaldsjólalögunum okkar er Jólastjarnan eftir Braga Valdimar Skúlason. Þar sækir hann í smiðju jólafrummyndanna um hlýju og öryggi, ljós í myrkri, börn og fjölskyldur. Jólastjörnunni sem boðar sátt og breiðir út hlýju, er sungið lof en líka er spurt hver huggi þann sem skærast skín. Við rákumst á þessar fallegu jólastjörnur á Lúsíumarkaði […]


 • Þegar skammdegið er mest

  Þegar skammdegið er mest kveiki ég aðventuljós og minnist jólanna sem nálgast … Jesú sem fæddist í Betlehem … boðskapar englanna um frið á jörð … stjörnunnar sem lýsir okkur til Jesú Megi ljós aðventunnar minna mig á ljós himnanna. Á öðrum sunnudegi í aðventu langar okkur að deila með þér þessari bæn úr Bænabók […]