Fíkjutréð og fyrirgefningin

Kristín:

Og kannski er rúsínan í pylsuendanum sú að fólk sem nær árangri dvelur ekki við hið liðna, það fyrirgefur sér og öðrum. Þetta er eitthvað sem æfa þarf upp, það virðist koma flestum okkar náttúrulega að ala á beiskju og biturð, ekki síst í eigin garð. Hætta því, tala við sig sjálf á jákvæðan hátt, ekki refsa þér fyrir mistök heldur halda áfram og gera þitt besta.

Við aftansöng á gamlársdegi í Laugarneskirkju.