Það var þetta með kristnu gildin

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju:

Ef hann vill standa vörð um kristin gildi þá er hann forvitinn um aðra siði og menningu af því að hann hefur væntanlega lesið Galatabréfið þar sem segir “Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú.” Og í nútímasamhengi mætti jafnframt bæta við: Hér er hvorki trúmaður né trúleysingi því sá sem kemur fram við náungann af virðingu og kærleika , áhuga og forvitni er þegar búinn að leggja veg milli himins og jarðar.

Nákvæmlega.