Föstudagsdans

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður landsnefndar UN Women á Íslandi:

Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama […]

Byltingin hefst klukkan 12, föstudaginn 13. febrúar, í Hörpu í Reykjavík, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu í Neskaupstað, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og í Menntaskólanum á Ísafirði. Mætum, dönsum og krefjumst þess að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.

Í fyrra dönsuðu þrjú þúsund gegn ofbeldi, vöktu athygli á vandanum og sýndu samstöðu. Í ár skulum við vera fjögur þúsund hið minnsta.

In