Biblíulestur í hádeginu

Í Laugarneskirkju í hádeginu:

Tíminn á milli páska og hvítasunnu eru gleðidagar. Á þessu tímabili ætlum við að íhuga sérstaklega gjafir lífsins sem við þiggjum úr Guðs hendi. Í hverju þriðjudagshádegi verður sóknarpresturinn með heitt á könnunni og opið hús, kl. 12.15 – 13, og leiðir samtal og biblíulestur út frá þema gleðidaganna.

Kíktu í heimsókn ef þig langar að staldra við og eiga samtal sem vekur til umhugsunar um þakkarefni lífsins. Hlakka til að sjá þig!

In