Bænastundir með fólki á öllum aldri

Ég rakst á skjal frá ensku kirkjunni í Bristol sem er stútfullt af skemmtilegum hugmyndum og útfærslum á bænasamverum.

Það sem hugmyndirnar eiga sameiginlegt er að þær nálgast viðfangsefnið alltaf út frá einhverju áþreifanlegu sem dýpkar og skerpir upplifunina af sameiginlegri bæn. Þótt þetta skjal sé tekið saman fyrir barnastarf kirkjunnar, er þarna fullt af efni sem er hægt að nýta á breiðari grundvelli – enda segir frelsarinn að barnanna sé Guðs ríki….