Ósíuð aðventa 2: Þæfingur

Þæfingsfærð á leið í leikskólann

Það er þæfingsfærð í höfuðborginni og víða um land. Snjónum hefur kyngt niður og þótt snjómokstri sé vel háttað verða til snjógarðar sem þrengja göturnar. Það er líka hált. Þetta hægir á allri umferðinni og stundum komumst við aðeins löturhægt – hvort sem ferðast er á bíl, strætó, hjóli eða fótgangandi.

Við getum hvorki stjórnað umferðinni né færðinni, aðeins okkur sjálfum og eigin fararmóta. Við getum líka haft stjórn á því hvernig við mætum aðstæðunum. Hvernig við mætum biðinni þegar við erum því sem næst veðurteppt og komumst ekki úr stað.

Aðventan og biðin heyra saman.
Við bíðum á aðventunni.
Mikið.

Dygð aðventunnar er að bíða ekki í óþolinmæði heldur eftirvæntingu og von. Leyfa okkur að hvíla í aðstæðunum hverju sinni og upplifa gæðin sem felast í þeim. Það gildir líka um þæfinginn, aðstæðurnar sem eru óvæntar og koma illa við okkur.

Gangi þér vel að bíða.

#ósíuðaðventa