Ósíuð aðventa 3: Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Ceremony in honor of United Nations staff killed in Gaza, under the Broken Chair on the Place des Nations, Thursday 7 August, Geneva, Switzerland. Photo by Pierre Albouy

Í dag er Alþjóðlegur dagur fatlaðra sem er haldið upp á þriðja desember. Í tilefni dagsins langar okkur að deila með ykkur pistli Ívu Marínar Adrichem sem skrifar um trú sem byggir upp og trú sem mismunar. Hún leggur út af sögunni um Jesús og blinda manninn:

Þegar talað er um að blindur maður sjái vegna kraftaverks Jesús, tel ég að verið sé að meina orðið sjón í táknrænni merkingu. Í mínum huga gæti Jesús hafa gefið aðra sjón en veraldlega sjón. Ég myndi frekar halda að hann hafi hjálpað fötluðu fólki að finna tilgang með lífi sínu og opnað augu þess fyrir hinu fagra lífi sem hægt væri að lifa.

Mér finnst alveg fráleitt og hreinlega lýsa barnaskap að fólk skuli túlka þessar dæmisögur svona bókstaflega og vísa svo í þær í daglegu lífi. Þau trúarrit sem bókstafstrúarfólk lifir eftir og þröngva upp á samferðarfólk sitt, voru barn síns tíma en hugsunarháttur breytist í tímanna rás og skoðanir samfélagsins með því.

Við tökum að sjálfsögðu undir með Ívu Marínu um að fatlaðir eiga fagurt líf eins og þau einmitt eru og eina alvöru blindan sem þjakar fólk er að sjá ekki gæði margbreytileikans og mikilvægi framlags okkar allra hvernig svo sem við erum. Notum aðventuna til að skerpa sjónina okkar á tilfinningar, skynjun, fegurð, trú og von fyrir alla.

#ósíuðaðventa

Myndin hér að ofan sýnir Brotna stólinn sem er viðarskúlptúr sem stendur við Palais de Nations í Genf. Myndina tók Pierre Albouy fyrir UN Geneva