Ósíuð aðventa 7: Tvö jólabörn

Jólapakki.

Við erum að lesa yndislega bók eftir mann sem heitir Stephen Cottrell. Hann er biskup á Englandi á stað sem heitir Chelmsford. Bókin hefst á þessum orðum:

Það hlýtur að vera hægt að halda jólin öðruvísi en við gerum núna, að halda þau þannig að gleðin og fyrirheitin sem þau standa fyrir hjálpi til við að gera lífið okkar heilt aftur.

Bókin heitir „Ekki gera neitt – jólin eru að koma“ og er á formi eins konar aðventudagatals. Markmiðið er að fá okkur til að hugsa öðruvísi um dagana fyrir jól  en við erum kannski vön. Inntakið er hvatning til að staldra við, hætta að eyða um efni fram, vera heiðarleg um það sem okkur vantar í lífið þitt.

Staðreyndin er sú að aðventan getur verið erfiður tími. Með okkur búa minningar og sorg, væntingar okkar sjálfra og þeirra sem eru hluti af lífi okkar. Við finnum þrýstinginn sem er á okkur öllum um að mæta þessum væntingum. Það er ekki alltaf hjálplegt og styðjandi.

Áskorunin okkar er að snúa þessu svo það sé okkur sjálfum í hag. Snúa því mennskunni í hag, því viðkvæma, brothætta og dýrmæta í hag. Því andspænis öllu dótinu, hávaðanum, kapphlaupunum og neyslunni standa tvö börn: litla barnið í okkur sjálfum og barnið í Betlehem. Sambandið milli þeirra kærleikurinn sjálfur, kærleikur Guðs til mannanna, kærleikur sem þú átt skuldlausan og alveg skilið.

Um þetta snúast jólin.

#ósíuðaðventa