Ósíuð aðventa 9: Stund sannleikans

Sólaruppras og raflínur

Aðventan og jólin eru tími sannleikans. Þau eru tími sannleikans um lífið og umhverfið okkar, um tengslin við við eigum við aðra og við okkur sjálf. Þau eru tíminn þegar við rýnum og breytum til batnar ef þess er þörf.  Þau eru líka tíminn þegar við gleðjumst yfir því sem er gott og vel gert.

„Stund sannleikans er runnin upp, um það erum við öll sammála. Hér [í París] er ekki rætt um það hvort hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Þess vegna er það líka á okkar ábyrgð að breyta til batnaðar. Ég sé þetta sem merki um von.“

Þetta sagði Olav Fykse Tveit þegar hann ávarpaði fulltrúa á Loftslagsráðstefnunni í París í gær. Tveir er framkvæmdastjóri Heimsráðs kirkna og hluti af stórri sendinefnd kirkna og kirknasamtaka sem er í París. Þau afhentu á dögunum tæpar tvær milljónir undirskrifta ásamt áskorun um að breyta til batnaðar.

Hverju þarft þú að breyta?

Hvað gerir þú vel?

#ósíuðaðventa