Ósíuð aðventa 22: Ljúfsár jól

Kveikt á kertum

Stundum færðu fréttir sem eru góðar og dásamlegar og þú vilt að deila með þeim sem skipta þig mestu máli. Þú gerir það en kannski vantar einhvern. Það getur verið góður vinur, systkini, maki, foreldri, afi og amma – einhver sem skipti sköpum í lífinu þínu og er ekki lengur til staðar. Þá getur verið sárt að vera til í miðri gleðinni.

Jólin eru tíminn þegar tilfinningar sem þessar geta komið yfir okkur af miklum krafti. Þau eru góður tími sem skiptir okkur máli. Þau eru tími fjölskyldunnar og við viljum eiga þau með fólkinu sem er okkur dýrmætt. Þegar einhver þeirra hefur kvatt þá getur þyrmt yfir okkur.

Það er eðlilegt og verður líka hluti af jólunum. Þá er gott að staldra við, rifja upp og leyfa sér að hvíla í aðstæðunum.

Guð gefi þér góð jól – með þeim sem þú elskar og með minningunum um þau sem þú hefur þurft að kveðja.

#ósíuðaðventa