Ósíuð aðventa 2016

Jólaskraut

Í fyrra stungum við hjón niður penna og blogguðum á aðventunni. Við gáfum aðventublogginu heitið Ósíuð aðventa af því að við vildum tala mannamál á aðventunni en forðast himnesku:

Okkur langar að lyfta aðventunni upp sem innleggi í samtalið um manneskjur, merkingu og mátt í aðdraganda jólanna. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að setja fingurinn á eitthvert stef eða viðburð sem dregur fram skilaboð kristinnar trúar inn í aðstæður og reynslu manneskjunnar hér og nú.

Við vorum þakklát fyrir viðtökurnar. Margir fylgdust með, höfðu samband og deildu. Aðventan er tími hefðanna og nú ætlum við að halda áfram –  blogga okkur í gegnum aðra ósíaða aðventu. Tíminn er samur og við erum líklega að mestu leyti söm en aðstæðurnar eru reyndar. Nú bloggum við frá Genf í Sviss þar sem við erum búsett. Ósíaða aðventan verður því með alþjóðlegu sniði þetta árið.

Takk fyrir að fylgjast með.

Færslurnar

#ósíuðaðventa