Péturskirkja í Genf

Dómkirkjan í Genf er kennd við Pétur postula. Hún var í upphafi kaþólsk en varð reformert á siðbótartímanum. Þetta var kirkja Kalvíns og í henni er meðal annars að finna stól siðbótarmannsins.

Eitt einkenni kirkjunnar eru turnarnir sem sjást langt að. Á myndinni sést einn þeirra kyssa haustlauf á tré.