Péturskirkja í Genf

Dómkirkjan í Genf er kennd við Pétur postula. Hún var í upphafi kaþólsk en varð reformert á siðbótartímanum. Þetta var kirkja Kalvíns og í henni er meðal annars að finna stól siðbótarmannsins. Eitt einkenni kirkjunnar eru turnarnir sem sjást langt að. Á myndinni sést einn þeirra kyssa haustlauf á tré.

Á Móskarðahnúkum

Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað, ætlar að ganga á þrjátíu tinda í ágúst. Tilefnið er söfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli á Landspítalanum. Ég átti þess kost að ganga með honum á Móskarðahnúka fyrr í mánuðinum og tók þá þessa mynd af honum þar sem hann gekk niður af hæsta tindinum. Þorgrímur er mikill göngugarpur og […]