Gleðidagur 1: Friðardyr

Dúfan er tákn friðar

Að lokinni eftirminnilegustu föstu lífsins eru komnir páskar og þar með gleðidagar. Næstu fimmtíu daga ætlum við að deila einhverju skemmtilegu og uppbyggilegu á hverjum degi.

Við byrjum með bæn:

Lifandi Guð. Með konunum sem voru fyrstar til að deila gleðitíðindum upprisu þinnar, komum við saman á margskonar stöðum – í húsum, íbúðum, herbergjum, við tölvur, síma og sjónvörp – til að íhuga og syngja þér lof. Upprisa þín hefur opnað friðardyr. Gef okkur og heimsbyggðinni allri þinn frið meðan við öll lifum þessa einstöku tíma. Þess biðjum við í nafni Jesú, sem er Drottinn okkar og frelsari. Amen.