Gleðidagur 7: Skjásýn

Bæklingur kvikmyndahátíðarinnar

Skjásýn — Visions du Réel — er árleg kvikmyndahátíð sem er haldin í bænum Nyon við Genfarvatn. Þar eru heimildarmyndir í fókus og alltaf eitthvað áhugavert á dagskrá.

Nú er samkomubann og öll bíóhús lokuð. Í stað þess að aflýsa hátíðinni brugðu aðstandendur á það ráð að sýna myndirnar á vefnum. Án endurgjalds.

Kvikmyndahátíðir eru alla jafna frábær vettvangur til að sækja sér innblástur. Að geta notið þessarar heima eru góðar fréttir á sjöunda gleðidegi.